SAGA HREFNURANNSÓKNA
ÁTAK Í HREFNURANNSÓKNUM
FRÉTTIR OG FRÓĐLEIKUR
Markmið
Rannsóknirnar
  >Stofngerð
    >>Erfðafræði
    >>Gervitunglamerkingar
    >>Aðrir þættir
Framvinda
Stofnanir og samstarfsaðilar
 

 

Aðrir þættir sem varpað geta ljósi á skiptingu stofna

Nokkrir þættir sem kannaðir verða í tenglsum við önnur markmið verkefnisins geta einnig gefið vísbeningar um aðgreiningu stofna. Algengt er að einhver útlitsmunur sé á milli æxlunarlega einangraðra stofna. Lífsögulegir þættir s.s. vöxtur, kynþroskaaldur og frjósemi geta einnig verið frábrugnir milli stofna. Enn fremur má búast við mun á uppsöfnun mengunarefna og sníkjudýrum í dýrum sem tilheyra ólíkum stofnum. Ofangreindir þættir verða skoðaðir og bornir saman innan íslenska hafsvæðisins til að fá vísbeningar um hugsanlega árstímabundna blöndun hér við land. Einnig verður gerður samanburður við fjarlægari svæði þar sem slík gögn eru til.

Til baka

 

 

Heim
www.hafro.is
Hafrannsóknastofnunin | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | @: hafro@hafro.is