SAGA HREFNURANNSÓKNA
ÁTAK Í HREFNURANNSÓKNUM
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
SAGA HREFNURANNSÓKNA
Markmið
Rannsóknirnar
Framvinda
Stofnanir og samstarfsaðilar
 

 

Framvinda

Sýnatökur í tengslum við átak í hrefnurannóknum hófst 15. ágúst – 30. september 2003 með veiðum á 37 hrefnum. Sýnatökum var haldið áfram 3. júní – 6. júlí 2004 með veiðum á 25 dýrum, 14. júlí – 17. ágúst 2005 með veiðum á 39 dýrum, 16. júní – 24. ágúst 2006 með veiðum á 60 dýrum og 27. apríl til 2. septembers 2007 með veiðum á 39 dýrum. Veiðum í tengslum við rannsóknirnar er því lokið með veiðum á samtals 200 dýrum.
Nákvæmar mælingar á líkamsbyggingu og spikþykkt hafa verið gerðar á hrefnunum og  um 80 rannsóknasýni hafa verið tekin úr hverju dýri. Þar að auki hafa verið gerðar nákvæmar meinafræðilegar krufningar á 27 dýrum.
Samhliða sýnatökum hefur verið unnið að rannsóknum á sýnum á ýmsum rannsóknastofnunum (Hafrannsóknastofnuninni, Matís, Iðntæknistofnun, Rannsóknastofnun HÍ í meinafræðum að Keldum, Landspítala Háskólasjúkrahúsi). Auk þess hafa verið tekin sýni fyrir erlenda vísindamenn. Fyrst um sinn verður lögð áhersla á þá rannsóknarþætti sem tengjast megintilgangi verkefnisins þ.e. fæðuvistfræði.
Enn sem komið er er eingöngu lokið við úrvinnslu hluta sýnanna. Endanleg framsetning og túlkun niðurstaðna er ekki tímabær fyrr en úrvinnslu sýna er lengra á veg komin og frumniðurstöður sem hér eru sýndar eingöngu til þess fallnar að gefa vísbendingar.

Skoða yfirlit yfir sýnatökur (síðast uppfært 5. júní 2008)

Skoða yfirlit yfir fyrstu niðurstöður (síðast uppfært 5. júní 2008)

Hrefnuveiðar Hafrannsóknastofnunar til rannsókna árin 2003-2007. Tafla.

 

Heim
www.hafro.is
Hafrannsóknastofnunin | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | @: hafro@hafro.is