SAGA HREFNURANNSÓKNA
ÁTAK Í HREFNURANNSÓKNUM
FRÉTTIR OG FRÓĐLEIKUR
Markmið
Rannsóknirnar
  >Heilsufar
    >>Meinafræði
    >>Sníkjudýr
    >>Mengunarefni
    >>Mengunarefni í afurðum
Framvinda
Stofnanir og samstarfsaðilar
 

 

Sníkjudýr

Skráning sníkjudýra - Nokkur fjöldi sníkjudýrategunda er þekktur úr hrefnu en engin skráning hefur farið fram á umfangi sýkinga og hugsanlegum áhrifum sníkjudýra á heilsufar hrefnu.
Markmið sníkjudýrarannóknarinnar er að gera frumathugun á þeim tegundum sem finnast í hrefnu hér við land og leita vísbendinga um hugsanlega sjúkdómsvalda.
Við krufningu verða ytri sníkjudýr skráð, lagt mat á fjölda og sýni tekin til tegundagreiningar. Við nákvæma krufningu á hluta dýranna er markvisst leitað sníkjudýra í öllum helstu líffærum, fjöldi þeirra metinn og sýni tekin til tegundagreininga.
Niðurstöður verða skoðaðar með hliðsjón af aldri, kyni og heilsufari hýsilsins og veiðisvæðum og/eða ársíma svo framarlega sem fjöldi sýna gerir það unnt.

Anisakis simplex (hvalormur) - Hrefnan er þekktur lokahýsill þráðormsins Anisakis simplex sem er algengur á lirfustigi í flestum sjávarfiskum, sérstaklega í sviflægum uppsjávarfiskum og afætum þeirra. Útlínur lífsferils ormsins eru þekktar en lítið er vitað um stofndýnamik hans þ.e. hvaða lífverur eru mikilvægastar í viðhaldi ormsins.
Markmið athugunarinnar er að kanna útbreiðslu Anisakis simplex í hrefnu hér við land og þjóna því sem liður í kortlagningu á stofndýnamik ormsins.
Fjöldi og heildarþyngd orma í maga verður kannaður. Niðurstöður verða skoðaðar með hliðsjón af stærð, kyni og fæðu hýsilsins og veiðisvæðum og/eða árstíma svo framarlega sem fjöldi sýna gerir það unnt.

Til baka

 

 

Heim
www.hafro.is
Hafrannsóknastofnunin | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | @: hafro@hafro.is