SAGA HREFNURANNSÓKNA
ÁTAK Í HREFNURANNSÓKNUM
FRÉTTIR OG FRÓĐLEIKUR
Markmið
Rannsóknirnar
  >Heilsufar
    >>Meinafræði
    >>Sníkjudýr
    >>Mengunarefni
    >>Mengunarefni í afurðum
Framvinda
Stofnanir og samstarfsaðilar
 

 

Meinafræði

Blóðefnafræði (blood chemistry) - Styrkur kreatíníns, urea, próteina, málmsalta (Na+, K+, Ca++ o.frv.), kólesteróls, ýmissa hormóna eru m.a. mæld í sermi til að afla upplýsinga um viðmiðunargildi og hugasanlega sjúkdóma sem lesa má úr niðurstöðum ef þær eru utan við svokölluð normalgildi (viðmiðunargildi). Þannig gefa breytingar á styrk ákveðinna ensíma í blóði til kynna sjúkdóma í lifur, hjarta eða beinum. Hækkað kreatínín og urea gæti bent til nýrnasjúkdóma o.s.frv. Ýmsar hormónamælingar gefa svipaðar upplýsingar, t.d. aldósteróne um vatns- og saltbúskap, cortisol um stress af ýmsum toga , kynhormón um æxlunarástand o.s.frv.

Blóðsjúkdómafræði (hematology) og sermisfræði (serology) - Magn hemoglóbíns ásamt fjölda og hlutföllum rauðra og hvítra blóðfruma í blóði verða könnuð til að segja til um heilbrigðisástand dýranna. Mótefnavakar (örverur, veirur eða aðrir sjúkdómsvaldar sem kalla á ónæmisviðbrögð hýsilsins) úr hvölum hafa ekki verið einangraðir. Því verður notast við mótefnavaka sem þekktir eru úr húsdýrum og athugað hvort ónæmissvörum fáist við þeim í sermi hvalanna. Jákvæð svörun gefur upplýsingar um að hrefnan hafi áður komist í kynni við sama eða svipaðan mótefnavaka.
Leitast verður við að rækta upp bakteríur og veirur úr sárum eða kýlum sem finnast í hrefnunum og ræktirnar síðan notaðar sem mótefnavakar í ofangreindri athugun.

Rannsóknir á efnafræði þvags (urinalysis) - a) Vatns og saltbúskapur: Með mælingum á styrk creatinine í blóði og þvagi sömu dýra má meta magn þvagútskilnaðar þeirra og þar með fæðumagn ef vatnsinnihald fæðunnar er þekkt. Þessar mælingar ásamt málmsalta mælingunum gefa til kynna heildar umsetningu fæðu og vatns og með salt og vatns-hormónamælingum skapast möguleikar á að útskýra hvernig þessi sjávarspendýr geta lifað í þessu salta umhverfi án ferskvatns. Upplýsingar um heildarmagn fæðu sem hvalirnir éta hefur ekki verið þekkt fram að þessu. Með framangreindum mælingum munu fást slíkar upplýsingar svo og um heildar umsetningu vatns og salta hjá hvölunum. Eins og með blóðmælingar má með samanburði á niðurstöðum áætla eðlilegt ástand og í framhaldi má ákvarða í hvaða tilvikum niðurstöður bendi til sjúklegs eða afbrigðilegs ástands.
b) Fæðurannsóknir: Samanburður á þvagútskilnaði einstakra saltjóna í þvagi mismunandi hvala segir nokkuð til um fæðuval þeirra . Allur vökvi sem hvalir innbyrða fá þeir eingöngu með fæðunni og mest allur vökvi sem þeir losa sig við fer út í gegnum nýru (hvalir hafa ekki starfandi svitakirtla í húð). Ef saltinnihald fæðunnar (t.d. N+, K+, CL-, Mg++) er þekkt og jafnframt vatnsinnihald hennar, má áætla nokkuð um tegund fæðunnar sem hvalurinn hefur innbyrt. Þannig er saltstyrkur í þvagi mjög mismunandi í fiskætum einsog hrefnu annars vegar og í nær hreinum svifætum einsog langreyði.
Niðurstöður þessara rannsókna verða bornar saman við aðrar fæðurannsóknir (linkur).
Ætlunin er að smásjárskoða þvag hvalanna og jafnframt kanna hvort efni eins og protein séu til staðar.

Örverufræði (microbiology) - Bakteríustrok eru tekin úr helstu líffærum (lunga, lifur, nýra, milta) og ræktuð til greininga. Einnig eru tekin sýni til ræktunar úr öllum kýlum og sárum sem finnast í dýrunum.

Krufning - Dýrin eru krufin og líffæri skoðuð m.t.t. vísbendinga um sjúkdóma og sníkjudýrabyrði.

Vefjameinfafræði - Vefjasýni eru tekin úr helstu líffærum (hjarta, lifur, nýra, lunga, milta) þau skoðuð í smásjá og rannsökuð m.t.t. sjúkdómatengdra vefjabreytinga.

Rafeindasmásjá - Sýni úr kýlum og sárum verða skoðuð í rafeindasmásjá í leit að veirum.

Til baka

 

 

Heim
www.hafro.is
Hafrannsóknastofnunin | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | @: hafro@hafro.is