SAGA HREFNURANNSÓKNA
ÁTAK Í HREFNURANNSÓKNUM
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
Markmið
Rannsóknirnar
  >Fæðuvistfræði
    >>Fæðusamsetning
    >>Orkubúskapur
    >>Árstíðabreytileiki
    >>Fjölstofnalíkan
Framvinda
Stofnanir og samstarfsaðilar
 

 

Orkubúskapur

Upplýsingar um orkubúskap segja til um orku/hitaeiningaþörf hvalanna. Fæðunám hrefnu er líkt og annara reyðarhvala talið vera mjög árstíðabundið. Megnið af ársneyslu hvalanna fer fram á svalari og næringarríkari svæðum á sumrin. Á veturna er talið að þeir dvelji á hlýrri svæðum við burð, umönnun kálfa og mökun og éti lítið á meðan. Næringarástand hrefnunnar er því líklega mjög árstíðabundið. Með því að fylgjast með forðasöfnun í formi fitu (næringarástand) frá því hún kemur mögur inn á íslensk hafsvæði á vorin og þar til hún fer á haustin og bæta við þeirri orku sem ætla má að fari í vöxt og viðhald má meta orkuþörf dýranna. Rannsóknir á orkubúskap langreyðar hér við land á árunum 1986-1989 sýndu fram á mikinn mun eftir kyni og æxlunarstigi. Þannig jókst orkuinnihald líkama þungaðra kúa um 80% yfir sumarið, en samsvarandi tala fyrir ókynþroska dýr var 30%. Samsvarandi rannsóknir hafa ekki verið gerðar á hrefnu.

Næringarástand - Fylgst er með næringarástandi hvalanna frá vori til hausts með því að mæla ummál á 5 stöðum og spikþykkt á 18 stöðum á líkama dýranna. Umfang lausrar fitu (mör) í líkamsholi er einnig mælt. Orkuinnihaldí spiki, kjöti og fleiri líffærum er mælt með efnagreiningum. Upplýsingarnar eru notaðar til að meta uppsöfnun orkuforða yfir fæðutímabilið. Árstíðabreytileiki á fjölda og dreifingu hrefnu.

Til baka

 

 

Heim
www.hafro.is
Hafrannsóknastofnunin | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | @: hafro@hafro.is