SAGA HREFNURANNSÓKNA
ÁTAK Í HREFNURANNSÓKNUM
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
 
Almennt
Vöxtur og viðkoma
Fæða
Útbreiðsla og stofnmörk
Stofnstærð
Ástand og veiðiþol

 

Vöxtur og viðkoma

Á árunum 1977-1980 voru gerðar fyrstu grunnrannsóknir á líffræði hrefnu hér við land (einkum aldur og viðkoma), en gögnum var safnað í náinni samvinnu við sjómenn norðanlands og vestan. Framhald var á þessum rannsóknum næstu árin og voru niðurstöður gagnavinnslu áranna 1977-1985 kynntar árið 1990.

Tæpur helmingur (48,1%) veiddra kúa var kynþroska, en þungunartíðni var nálægt 0,9 afkvæmum á ári, sem sýnir að hrefnan á langoftast afkvæmi á hverju ári. Meðallengd kúa í afla var 7,34 m, sem er svipuð lengd og við kynþroska, en það samsvarar um 6 ára aldri. Fullvaxta kýr eru að meðaltali 8.4 m. Tarfar verða kynþroska nokkuð yngri (5 ára) og minni eða um 7,1 m langir, en meðallengd fullvaxta tarfa er 7.8 m.

Ýmsir ofangreindra lífsöguþátta s.s. kynþroskaaldur og þungunartíðni byggjast á afar takmörkuðum gögnum hér við land og geta auk þess verið breytilegir í tíma. Því er mikilvægt að afla frekari þekkingar á þessu sviði hér við land.

 

Heim
www.hafro.is
Hafrannsóknastofnunin | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | @: hafro@hafro.is