|  
				  				
		  				  
				   
				     Vísindanefndir NAMMCO og IWC samþykktu árið 
                      2003 nýtt mat á stofnstærð hrefnu 
                      hér við land sem byggt var á talningunum 
                      árið 2001. Einnig hefur nefndin endurskoðað 
                      eldri útreikninga í ljósi framþróunar 
                      í úrvinnsluaðferðum flugtalninga. 
                      Endurskoðun á gögnum úr flugtalningu 
                      frá 1987 leiddi til að punktmat er nú 
                      19.200 hrefnur á þeim tíma. Þetta 
                      er lítil breyting frá fyrra mati og mat úr 
                      skipatalningu á djúpslóð er óbreytt, 
                      þannig að heildarmat fyrir Mið-Atlantshafsstofninn 
                      úr talningunni 1987 er eftir sem áður 
                      talið um 28.000 hrefnur. Samkvæmt talningunum 
                      2001 voru 43.600 hrefnur á flugtalningasvæðinu 
                      sem nær yfir landgrunn Íslands.  
                    Niðurstöður talninga frá skipum benda 
                      til að um 23.600 hrefnur hafi verið utan flugtalningasvæðisins. 
                      Þótt matið úr flugtalningunum sé 
                      meira en tvöfalt hærra en matið frá 
                      1987 er munurinn ekki marktækur vegna hárra 
                      vikmarka. Við samanburð á gögnum úr 
                      þeim fjórum flugtalningum sem fram hafa farið 
                      á tímabilinu 1986-2001, kemur fram að 
                      svipaður fjöldi sést á hverja leitarstund 
                      á sömu svæðum í öllum 
                      talningunum. Í heildina benda talningarnar til að 
                      stofninn hefur verið stöðugur eða aukist 
                      lítillega á þessu tímabili. 
                     |